Skottustelpa's Page of Fun and Games
Very interesting page for all lovers of the Blogg culture. Skottustelpa is incredibly talented and good looking.


Saturday, March 01, 2003  


posted by Skotta | 5:57 AM
 

Fæ ekki pening út úr tryggingunum fyrir hjólið. Man ekki eftir að hafa samþykkt sjálfsábyrgð. Hef heldur ekki heyrt um að tryggingafélag borgi aðeins prósentu af núvirði þess sem stolið var. 10% af hjóli ef það er 18 ára gamalt. Sjálfsábyrgðin mín er víst hærri en þau 10 prósent. Hvað er til ráða? Stela hjóli.
Í frústrasjón yfir að geta ekki hjólað með þvottinn minn í møntvask keypti ég mér þvottavél. Jess! Svona sparar maður peninga!

posted by Skotta | 5:40 AM


Tuesday, February 25, 2003  

Ekki mikið sem gerist í Köben þessa dagana. Fór reyndar á bíó um daginn, sá Two Weeks Notice. Dreymdi New York alla nóttina.
Hjólinu mínu var stolið. Þar sem ég er ekki þessi meðal-Dani sem hefur að meðaltali upplifað reiðhjólaþjófnað fimm sinnum um æfina þá er ég frekar sorgmædd yfir þessu. Þetta var fína fína DBS hjólið mitt sem keypt var fyrir 18 árum á Íslandi. Þetta var dýrt hjól í denn. Hjólið var í topp standi því ég hef náttúrulega ekkert hjólað á því á Íslandi.
Á meðan ég var í djamminu þá var ég vön því að hlutum væri stolið af mér. Munurinn var sá að ég gat alltaf kennt mér um... uhum, var alltaf of full til að passa upp á veskið mitt... eða gemsann... eða úlpuna... Í þetta skiptið hefur bara einhver hreinlega stolið af mér!!! Ég trúi því bara ekki að einhver geti verið svona vondur! Og ég hef gengið um götur skoðandi öll hjól og í hvert einasta skipti sem ég kem heim þá vona ég að hjólið mitt standi fyrir utan húsið mitt. Svona því ég trúi á mannkynið og að reiðhjólaþjófurinn hafi séð að sér. Ég hef líka skoðað hjól í búðum. Ég vil bara ekki nýtt hjól. Ég vil hjólið mitt!
Ég hef því verið á stúfunum að redda mér hjóli. Það safnast upp hjá mér óhreinn þvottur því ég var vön að skella pokanum upp á hjólið mitt og leiða það í þvottahúsið. Nú er ég alvarlega að íhuga að kaupa mér notaða þvottavél. Domisticated. Whoda thought?
Vinur minn Mark á þrjú hjól og er búinn að lána mér eitt af þeim. Það er svona kalla-fjallahjól með stöng. Ái-stöng. Hver hefur ekki prufað það? Ég sæki hjólið í viðgerð á morgun og þá ætti nú strympa að fara að brosa. Kannski get ég þá farið að ná af mér einhverju af aukakílóunum sem safnast hafa yfir seinustu mánuði og mætt utandyra í hreinum naríum.

posted by Skotta | 11:56 AM
archives
links